Alhliða heilsárshús á hjólum

VEGDÍS

Frá 10-18 fm
vegdis@vegdis.is
551 4450
Hentugur valkostur

Lausnir fyrir fyrirtæki og þjónustu á ferðinni

Ferðahús úr trefjaplasti er nýr og spennandi valkostur fyrir einstaklinga, stofnanir og fyrirtæki. Húsin eru hönnuð og framleidd á Íslandi úr trefjaplasti sem er umhverfisvænt, slitsterkt og endingargott byggingarefni.

Trefjaplast er sérstaklega hentugt fyrir notkun í byggingar, þar sem það er létt og sterkt með mikilli einangrun og þolir íslenskt veðurfar.

Húsin eru þægileg og rúmgóð og bjóða upp á endalausa möguleika. Þau geta nýst sem gisting fyrir ferðamenn sem vilja njóta náttúrunnar í friði og ró. Einnig eru þau tilvalinn fyrir fyrirtæki sem ferðast um landið til að selja þjónustu líkt og “Food Trucks” eða matarvagnar. En einnig geta þau nýst stofnunum líkt og björgunarsveitum sem þurfa að setja upp aðstöðu oft með litlum fyrirvara vegna leitar eða björgunarstarfa.

Síðast en ekki síst geta þau einnig nýst sem heimili fyrir fólk sem vill nálgast lífið á minimalískan hátt og hafa möguleika á að búa hvar sem er, jafnvel erlendis.

Sjálf bý ég í ferðahúsi og vel að búa við einfaldan lífsstíl sem gefur mér aukið frelsi.

Valdís

möguleikar

8 tegundir af húsum

Hægt er að fá húsin í mörgum mismunandi útfærslum og stærðum. Hér sjást 8 útfærslur en einnig er auðvelt að hanna rýmin eftir eigin höfði. Hafið endilega samband varðandi ykkar óskir og hugmyndir.

Stærð í fm

Baðherbergi

Gistipláss

Lóa

Ferðahúsið Lóa er tvídeilt hús, hannað með ferðaþjónustu í huga. Í húsinu eru tvö “hótelherbergi” með sér inngangi og sér baðherbergi.

Tilvalið fyrir:

 • árstíðarbundna þjónustu
 • svæði án innviða
 • tímabundna aukningu á rýmum
Verð frá

13,3 mkr. m/vsk

Laufglói

Ferðahúsið Laufglói er hannað með verktaka í huga. Í húsinu eru tvö utangeng salerni og kaffistofa með te-eldhúsi.

Tilvalið fyrir:

 • svæði án þjónustu
 • tímabundin verkefni
Verð frá

10 mkr. m/vsk

Skúmur

Ferðahúsið Skúmur er hannað með þjónustu á landsbyggðinni í huga. Í húsinu eru tvær skrifstofur og baðherbergi.

Tilvalið fyrir:

 • færanlega þjónustu
 • árstíðarbundna þjónustu
Verð frá

12,3 mkr. m/vsk

Stari

Ferðahúsið Stari er hannað með lúxus-ferðaþjónustu í huga. Í húsinu er fullbúið heimili með gólfsíðum glugga og svalahurð.

Tilvalið fyrir:

 • færanlega ferðaþjónustu
 • árstíðarbundna ferðaþjónustu
 • svæði án innviða
Verð frá

13,3 mkr. m/vsk

Svala

Ferðahúsið Svala er 6 metra heimili. Í húsinu er fullbúið heimili fyrir einstakling eða par.

Tilvalið fyrir:

 • tímabundna búsetu eða sumarhús
 • heilsárs hjólhýsasvæði
Verð frá

10,9 mkr. m/vsk

Þröstur

Ferðahúsið Þröstur er starfsmannaaðstaða, hannað með verktaka í huga. Í húsinu eru tvö svefnrými, baðherbergi og eldhús.

Tilvalið fyrir:

 • tímabundin verkefni
 • verkefni fjarri búsetu
Verð frá

10 mkr. m/vsk

Spói

Ferðahúsið Spói er 8 metra heimili. Spói er hannaður með tímabundna búsetu í huga. Spói er fullbúið heimili með tveimur svefnloftum.

Tilvalið fyrir:

 • sumarbústaðarlóð
 • tímabundna búsetu
Verð frá

13,3 mkr. m/vsk

Kría

Ferðahúsið Kría er 8 metra sumarhús. Í húsinu er svefnherbergi með niðurfelldu lofti sem gefur auka rými á sjónvarpsloftinu.

Tilvalið fyrir:

 • sumarbústaðarlóð
 • tímabundna búsetu
Verð frá

13,3 mkr. m/vsk

Lundi

Ferðahúsið Lundi er prívat hótelherbergi á hjólum. Í húsinu er baðherbergi, lítið eldhús með borðstofuborði og í stofunni er sófi sem er einnig útdraganlegt rúm, e. Murphy bed.

Tilvalið fyrir:

 • færanlega ferðaþjónustu
 • árstíðarbundna ferðaþjónustu
 • svæði án innviða
Verð frá

10 mkr. m/vsk

FYRIRTÆKI Á HJÓLUM

Farðu um allt land með þína þjónustu

Matarvagnar með gistiaðstöðu

Nú getur þú ferðast um landið í “Food Truck” eða matarvagni sem einnig er búin frábærri gsitiaðstöðu með öllu tilheyrandi. Legðu vagninum þínum á fjölfarna staði og láttu viðskiptin blómstra.

Söluvagn fyrir smávörur og þjónustu

Hentar einstaklega vel til að ferðast á milli viðburða, bæjarhátíða og vinsælla ferðamannastaða til að selja þína vöru og þjónustu. Vagnin getur t.d. verið nudd og snyrtistofa á hjólum eða hárgreiðslustofa.

Vinnubúðir fyrir tímabundin verkefni

Frábær valkostur fyrir fyrirtæki sem þurfa að senda starfsmenn út á land í verkefni. Gisting, baðherbergi og eldunaraðstaða er í húsunum og þú getur lagt beint við starfstöðina og sparar því mikinn kostnað í hótel, akstur og fæði.

Ertu með spurningu?

Talaðu við Valdísi

Helstu upplýsingar

Spurt og svarað?

Hér fyrir neðan er hægt að finna svar við öllum helstu spurningum sem sem tengjast húsunum. Ef þú finnur ekki svar við þinni spurningu eða þú vilt skoða hafðu þá samband.

Húsin

Er hægt að taka húsið af vagninum?
 • Nei og Já. Heyrðu í okkur.
Má húsið tengjast veitum?
 • Húsið má alltaf tengjast rafmagni, en ekki er leyfilegt að tengjast fráveitu og klóaki (þá fellur húsið undir byggingarreglugerðina). Best er að hafa samband við sveitarfélagið á viðkomandi svæði.
Get ég haft wifi í húsinu?
 • Já, sjá hnetur og aðra tækni hjá símafyrirtækjum.
Er ekki kalt í svona húsi?
 • Nei, einangrun er mjög góð og kyndingar möguleikar margir.
Ég er mjög hávaxin. Kemst ég fyrir í svona litlu húsi?
 • Já, minnsta lofthæð í húsinu er 205cm og hægt að breyta eftir þörfum.
Heyrir maður mikið í umhverfinu og nágrönnum?
 • Nei, ekki meira en í venjulegu húsnæði. Mikil einangrun og staðlaðir pvc gluggar í húsinu gerir það mjög vel hljóðeinangrað.
Get ég innréttað húsið sjálf/ur?
Get ég breytt húsinu eftir eigin hugmyndum?
 • Já, nánast öllu er hægt að breyta. Heyrðu í okkur.
Hvernig salerni er í húsunum?

Við bjóðum upp á þrjár lausnir

 • Gas-Brennslusalerni
 • Kasettu-salerni
 • Moltu-salerni

Að draga húsin

Hver má keyra húsið?
 • Allir með ökuskírteini BE, CE eða C1E. Öll hús frá Vegdís ehf eru undir 3.500kg
 • Vegdís ehf býður viðskiptavinum sínum keyrslu gegn vægu gjaldi.
Hvernig bíl þarf til þess að keyra með húsið?
 • Bílar sem eru skráðir til að geta dregið 3.500kg (“Þyngd hemlaðs eftirvagns” í skráningarskírteininu) Td. pallbílar, vinnubílar, jeppar.

Fjármögnunarmöguleikar

Hvar er hægt að fá lán fyrir húsinu?
 • Hús frá Vegdís ehf eru skráð hjólhýsi og falla undir sömu reglur og bílalán/hjólhýsalán hjá hinum ýmsu lánastofnunum.

Staðsetning

Hvar má húsið standa?
 • Húsið fylgir sömu reglum og hjólhýsi. Ef húsið stendur í lengri tíma á sama stað skal sækja um stöðuleyfi hjá viðkomandi sveitarfélagi.
 • Sum tjaldsvæði eru með heilsárs svæði.
 • Á eigin landi, en sækja þarf einnig um stöðuleyfi ef húsið stendur í lengri tíma á sama stað.

.

Get ég haft lögheimili og póstkassa í húsinu?
 • Já, ef húsið er staðsett á lóð þar sem leyfilegt er að skrá lögheimili (tæknilega þá skráist lögheimilið á fasteignina á lóðinni og ekki í húsinu).
 • Nei, ef lóðin er ekki lögbýli. Hægt er að sækja um lögheimili án staðsetningar og leigja pósthólf hjá póstinum.

Trefjaplast

Hvaða viðhald þarfnast húsin að utan?
 • “Gelcoat” yfirborðið þarfnast samasem ekkert viðhalds og endist í áratugi eins og sést á bátum um allt land.
Hvernig gerir maður við húsið að utan ef eitthvað gerist?
 • Ef eitthvað óhapp verður er tiltölulega auðvelt að gera við með trefjaplasti. Þó gæti þurft útsjónarsemi og lagni við að ná sömu yfirborðsáferð – en er alls ekki óyfirstíganlegt.
Getur trefjaplast myglað?
 • Efnið sjálft myglar ekki – það getur myndast mygla á nánast öllu yfirborði t.d. ef stöðugur raki er til staðar og lítil loftræsting.
Úr hverju er trefjaplast búið til?
 • Gelcoat(málning), resin og kjarnaefnið eru plastefni “organic”, glertrefjarnar eru steinefni.
Er trefjaplast skaðlegt fyrir heilsuna?
 • Nei, eftir samsetningu er húsið kynnt vel í nokkrar klukkustundir “post cured” og öll efni gufa upp.
Gefur trefjaplast frá sér eiturgufur við bruna?
 • Öll “organic” efni gefa frá sér hættulegar gufur þegar þau brenna eins og timbur og málning. Í húsum Vegdísar er notast við eldtefjandi resin.
eigin hönnun

Endalausir möguleikar

Ertu með óskir, hugmyndir eða þarfir sem þú sérð ekki á heimasíðunni? Framleiðslumáti húsanna býður upp á endalausa möguleika varðandi notkunareiginleika og hönnun húsanna.

Kíktu endilega til okkar og segðu okkur frá.

551 4450
800 Selfoss
vegdis@vegdis.is

12 + 7 =